Um Veðrið

Einn stormasaman haustdag spratt upp hugmyndin að Veður-græjunni.

Hver kannast ekki við að vera spurður af ættingja eða vini eitthvað á þessa leið:

“Var hvasst á leiðinni?” eða “Tókstu eftir því hversu hvasst var á Kjalarnesinu?”

Veðrið birtir upplýsingar um íslenskt veður á því formi sem flestir þekkja, veðurskiltum Vegagerðarinnar. Þar að auki bíður græjan upp á greiðan aðgang að nánari upplýsingum um vind, vindhviður, hita, veghita og daggarmark ásamt upplýsingum um umferð.

Í fyrstu útgáfu eru eftirfarandi möguleikar

 • Upplýsingar frá 234 veðurstöðvum á Íslandi
 • Vindátt
 • Meðalvindhraði síðustu 10 mínútur
 • Hámarksvindhraði (hviður) síðustu 10 mínútur
 • Hiti
 • Veghiti
 • Daggarmark
 • Raki
 • Umferð frá miðnætti
 • Umferð síðustu 10 mínútur
 • Staðsetning veðurstöðva
 • 1, 3 eða 5 veðurstöðvar í einu á skjá
Athugið að græjan sækir um 5.1KB af gögnum í hvert skipti sem upplýsingar eru uppfærðar. Upplýsingar eru sjálfkrafa uppfærðar tvisvar á klukkustund svo heildargagnamagn er um og yfir 244,8KB á sólahring. Engin ábyrgð er tekin á uppitíma, réttmæti gagna eða þau séu alltaf aðgengileg.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um notkun

Android:

Til þess að bæta Veður-græjunni á heimaskjáinn er auðveldast að smella á Menu-hnappinn og velja Bæta við (Add). Velja þar Föng (Widgets) og finna Veðrið. Þegar búið er að finna Veðrið er hægt að velja á milli þriggja stærða, 1 veðurstöð, 3 veðurstöðvar eða 5 veðurstöðvar, allt eftir þörfum hvers og eins. Eftir að viðeigandi fjöldi veðurstöðva hefur verið valinn þá eru veðurstöðvarnar valdar úr fellilista og ýtt á OK-hnappinn til að staðfesta valið. Við það ætti Veðrið að birtast á heimaskjá.

Hægt er að snerta Veður-græjuna á heimaskjá til að fá upp valmöguleikana Endurhlaða, Stilla og Nánar. Valmöguleikinn Endurhlaða sækir nýjustu veðurupplýsingar. Stilla opnar aftur valmöguleikan á að velja og skipta um veðurstöð. Nánar opnar nánari upplýsingar um veðurstöðina.

Samband

Á bakvið Veðrið eru Veðurguðirnir Einar Bragi Hauksson, Guðmundur Hallgrímsson og Ólafur Helgi Haraldsson.

Allar ábendingar um villur ásamt óskum um viðbætur eru vel þegnar! (Hrós líka!)

Nafn (skilyrði)

Netfang (skilyrði)

Titill

Skilaboð